Wednesday, October 28, 2009


Það þarf ekki að kosta mikið að gera fallegt borðskraut fyrir kerti. Bakkann fékk ég í klinkmarkaðnum á 200 kall, handhekluðu blúndurnar hjá ömmu og kertasjakarnir hafa safnast hjá mér í skápunum. Getur líka verið flott gjöf.

Saturday, October 24, 2009

portúgalskar morguverðabollur


Ég sá þessar girnilegu morgunverðabollur í spönsku blaði fyrir mörgum árum og hef oft látið mig deyma um að sitja á kaffihúsi í Lisabon með stóran cappuccino og "Pastis de nata". En....Portúgal verður að bíða um sinn eða koma bara til okkar. Það er nú ekki á léttu línunum bakkelsið þarna suðurfrá en þeir eru ekki með stórar áhyggjur af því, lifa bara og njóta. Það má líka leyfa sér lúxus um helgar


Pasteis de nata

12 stk.

200 g smjördeig
3 dl mjólk+1 dl rjómi
100 g sykur
fræ úr 1 vanillustöng (eða 1 tsk, dropar sett í síðast)
5 eggjarauður
2 msk. kartöflumjöl
2 msk. flórsykur
Hitið ofninn í 230°C. Fletjið deigið þunnt út. Smyrjið ofan í holur á múffuformi með olíu. Stigið kringlóttar kökur út úr deiginu og fóðrið múffuholurnar. Hitið saman mjólkurbland, sykur og vanillufræ. Takið af hita og bætið eggjarauðum og kartöflumjöli út í og dropum ef þið notið þá. Hellið blöndunni í deigbollana, ekki fylla alveg. Sáldrið flórsykri ofan á. Bakið í 25 mín. eða þar til kökurnar eru vel dökkar ofan á. Bestar nýbakaðar en má frysta og hita við 100°C í 10-15 mín.

Tuesday, October 13, 2009

Nú þegar fer að kólna er tímin fyrir heitar súpur. Hér er mynd af fallega skreyttu borði fyrir lauksúpuboð. Grenigreinarnar eru úr garðinum og fallegt að hafa kerti í litlum stjökum inn á milli.



Monday, October 12, 2009