Sunday, December 27, 2009

Einföld og falleg leið til að gera jólalegt servéttukraut. Það er fátt jólalegra en greni og rauðköflóttur borði.

Hér er fallegt borðskraut. Epli eru alltaf jólaleg, hér notaði ég venjulegt kerti og meðalstórt epli. Pínulitlu eplin og litlu kertin eru falleg til að setja sem skreytingu á hvern matardisk á jólaborðið.

Monday, December 7, 2009

Brún lagterta

Ég ætla ekki að halda því fram að það sé fljótlegt eða einfalt að baka lagtertu, en það er algjörlega vinnunar virði og ómissandi í jólaundirbúning. Hún bráðnar í munni þessi gómsæta lagterta og er hundrað sinnum betri heimabökuð. Málið er að gefa sér tíma....setja fallega músik í spilarann...og njóta þess að nostra við hana. Þetta deig er hrært og kælt og aðeins auðveldara en hnoðað deig.

+





Brún lagterta
1 ofnplötustærð af köku

500 g smjör, mjúkt
500 g púðursykur
4 lítil egg (vigt samlagt án skurnar er 200 g)
800 g hveiti
3 tsk. negull
4 tsk. kanill
3 tsk. sódaduft
Hrærið vel saman smjör og sykur. bætið eggjum út í einu í einu og hrærið vel saman í samlagað deig. Blandið hveiti, kryddi og matarsóda saman og bætið út ú deigið. Hrærið vel saman, kælið í 30-60 mín í kæliskáp. Hitið ofninn í 180°C. Skiptið deiginu í 4 parta. Rúllið hvern part út á hveitistráða smjörpappírskædda ofnplötu svo þeki plötuna. þetta er svolítil þolinmæðisvinna, notið vel af hveiti á kökukeflið. Ég nota puttana og keflið jöfnum höndum til að ýta deiginu út í jaðrana. Bakið hverja plötu í um 8 mín. Látið kökuna kólna.
Smjörkrem:

350 g smjör, mjúkt
330 g flórsykur
1 1/2 egg
1 tsk. vanilludropar

Hrærið smjör og sykur vel saman. Bætið eggi og vanilludropum út í og hrærið vel saman. leggið kökuna saman með keminu. Passið að snúa fyrsta kökubotninum við svo ytra byrði af kökunni verði fallegt. Skerið kökuna í 9 bita og pakkið vel inn, geymist best í frysti

Wednesday, December 2, 2009

Lax með sítrónupasta

fyrir 4







Lax er eitt af mínum uppáhalds hráefnum, hann líka svo ótrúlega hollur, fullur af góðum fitusýrum . Hér er uppskrift að laxi með sítrónupasta sem er alveg meiriháttar góð, flott hversdags og líka frábær gestaréttur !
Steiktur lax með sítrónupasta
Fyrir 4

5-6 msk. góð ólífuolía
3 msk. sítrónusafi
1 tsk. rifinn sítrónubörkur
1 hvítlauksrif, saxað
sjávarsalt og pipar

200 g spagettí
100 g frosnar grænar baunir
70 g klettakál

4 x 150 g stykki lax, roðflett
2 msk. olía td. Isio með ólífuolíu
salt og pipar

Blandið olíu, sítrónusafa, sítrónubörk og hvítlauksrifi saman í skál, saltið og piprið. Setjið upp pott með saltvatni og sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkanum. Sjóðið baunirnar með síðustu 3-4 mínúturnar. Steikið laxasteikurnar í vel heitri olíu í um 3 mín. á hvorri hlið, saltið og piprið. passið að steikja ekki of lengi, laxinn er bestur aðeins bleikur innst, saltið og piprið báðum megin. Setjið klettakálið í stóra salatskál. Sigtið pastað og hellið ofan á klettakálið. Hellið sítrónuolíunni út í og blandið öllu vel saman. Skiptið á fjóra diska og setjið laxabita ofan á hvern disk. Stráið sjávasalti ofan á og berið fram.



Þessi er nú flottust....

Tuesday, December 1, 2009

Ég veit að það er mjög nördalegt en ég er að safna bíómyndum sem fjalla um mat eða snúast að miklu leiti um mat. Ég er búin að gera lista yfir þær sem mér finnst flottastar. Ég komst að því að það er hægt að gera mjög góð kaup á gömlum myndum á Amazon, og þá er tekið með í reikninginn óhagstætt gengi. Hér kemur listinn.

Myndir um mat eða þar sem matur kemur mikið við sögu

Eat Drink Man Woman - leikstj. Ang Lee -1994
The Cook, the thief, his wife and her lover – leikstj. Peter Greenway -1989
La grande Bouffe – leikstj. Marco Ferreri - 1973
Babette´s gestebud - leikstj. Gabriel Alex -1987
Chocolat - leikstj. Lasse Hallström
Sideway´s - leikstj. Alexander Payne
Like water for chocolate - leikstj. Alfonso Arau -1993
Hamam – leikstj. Ferzan Ozpetek 1997
Big Night - leikstj. Stanley Tucci og Camp Scott -1996
Godfellas – leikstj. Martin Scorsese
Hotel Splendide – leikstj. Terence Gross -1999
Ratatouille –teiknimynd 2008
Mostly Marta – leikstj. Sandra Nettlebeck 2001
Heartburn – Mike Nichols 1986
Vatel – leikstj. Roland Joffé 2006
Volver – Leikstj. Almodovar 2006
What´s cooking - leikstj. Gurinder Chadha

Hér er vefsíða þar sem hægt er að fá meiri uppslýsingar um þessar myndir og fleiri: www.londonfoodfilmfiesta.co.uk