Monday, December 7, 2009


+





Brún lagterta
1 ofnplötustærð af köku

500 g smjör, mjúkt
500 g púðursykur
4 lítil egg (vigt samlagt án skurnar er 200 g)
800 g hveiti
3 tsk. negull
4 tsk. kanill
3 tsk. sódaduft
Hrærið vel saman smjör og sykur. bætið eggjum út í einu í einu og hrærið vel saman í samlagað deig. Blandið hveiti, kryddi og matarsóda saman og bætið út ú deigið. Hrærið vel saman, kælið í 30-60 mín í kæliskáp. Hitið ofninn í 180°C. Skiptið deiginu í 4 parta. Rúllið hvern part út á hveitistráða smjörpappírskædda ofnplötu svo þeki plötuna. þetta er svolítil þolinmæðisvinna, notið vel af hveiti á kökukeflið. Ég nota puttana og keflið jöfnum höndum til að ýta deiginu út í jaðrana. Bakið hverja plötu í um 8 mín. Látið kökuna kólna.
Smjörkrem:

350 g smjör, mjúkt
330 g flórsykur
1 1/2 egg
1 tsk. vanilludropar

Hrærið smjör og sykur vel saman. Bætið eggi og vanilludropum út í og hrærið vel saman. leggið kökuna saman með keminu. Passið að snúa fyrsta kökubotninum við svo ytra byrði af kökunni verði fallegt. Skerið kökuna í 9 bita og pakkið vel inn, geymist best í frysti

No comments:

Post a Comment