Wednesday, December 2, 2009

Lax með sítrónupasta

fyrir 4







Lax er eitt af mínum uppáhalds hráefnum, hann líka svo ótrúlega hollur, fullur af góðum fitusýrum . Hér er uppskrift að laxi með sítrónupasta sem er alveg meiriháttar góð, flott hversdags og líka frábær gestaréttur !
Steiktur lax með sítrónupasta
Fyrir 4

5-6 msk. góð ólífuolía
3 msk. sítrónusafi
1 tsk. rifinn sítrónubörkur
1 hvítlauksrif, saxað
sjávarsalt og pipar

200 g spagettí
100 g frosnar grænar baunir
70 g klettakál

4 x 150 g stykki lax, roðflett
2 msk. olía td. Isio með ólífuolíu
salt og pipar

Blandið olíu, sítrónusafa, sítrónubörk og hvítlauksrifi saman í skál, saltið og piprið. Setjið upp pott með saltvatni og sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkanum. Sjóðið baunirnar með síðustu 3-4 mínúturnar. Steikið laxasteikurnar í vel heitri olíu í um 3 mín. á hvorri hlið, saltið og piprið. passið að steikja ekki of lengi, laxinn er bestur aðeins bleikur innst, saltið og piprið báðum megin. Setjið klettakálið í stóra salatskál. Sigtið pastað og hellið ofan á klettakálið. Hellið sítrónuolíunni út í og blandið öllu vel saman. Skiptið á fjóra diska og setjið laxabita ofan á hvern disk. Stráið sjávasalti ofan á og berið fram.



No comments:

Post a Comment