Sunday, August 22, 2010

Fyrsta haustlægðin

Það þarf bara eina góða haustlægð til að réttlæta það að draga fram góðar súpuuppskriftir. Þessi súpa er algjörlega mitt uppáhald. Hún er kjarngóð og bragðmikil og bara yndislega góð. Ég nota ýmist kindafille (án fitulags) eða vöðva eða lamba eða kindagúllas sem er oft á góðu verði í Fjarðakaup. Nú er bara að njóta komandi haustdaga, koma sér vel fyrir í sófanum með teppi og súpu sem getur næstum læknað hjartasár.


Lambakjötsúpa frá Íran

1 1/2 tsk. kumminfræ
1 1/2 tsk. kóríanderfræ
2-3 msk. olía
1 stór laukur
2 hvítlauksrif, söxuð
1 rautt chili, saxað smátt og fræ notuð eftir því sem þið þolið að hafa sterkt
300-400 g lamba eða kindakjöt, smátt skorið
1 tsk. allrahanda
3-4 msk. tómatpúrra
2 tsk. hunang eða púðursykur
10 -12 dl vatn
2 tsk. sjávarsalt og nýmalaður pipar
1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir, bestar frá D´Rit sem eru í krukku og fást í heilsudeildum
50 g kús-kús
hnefafylli söxuð steinselja


Þurrsteikið kummin og kóríanderfræ á þurri pönnu í ca. 3 mín. Þetta er gert til þess að fá meira og betra bragð úr kryddinu. Steitið það í morteili. Hitið olíuna í potti og steikið laukinn við hægan hita þar til hann fer að verða glær. Steikið hvítlauk og chili með síðustu mínúturnar. Bætið lambakjöti á pönnuna og steikið þar til það er brúnað. Bætið allrahanda og kryddblöndunni út í og látið malla aðeins saman. Setjið tómatpúrru, vatn, hunang, salt og pipar út í og látið allt sjóða í 30 mín. Sigtið safann frá baununum og sjóðið þær með síðustu 10 mínúturnar. Slökkvið undir
pottinum, bætið kús-kús út í, setjið lok á og látið standa í 3-4 mín. Sáldrið steinselju yfir og smakkið til með sjávarsalti. Berið fram með góðu brauði.

No comments:

Post a Comment