Friday, April 9, 2010

Helgarbakstur
Kardimommufræ eru frábært krydd og breytir venjulegu sætabrauðsdeigi í eitthvað alveg nýtt. Það er best að kaupa heil hylki, þau fást í flestum verslunum og örugglega í heilsubúðum og ódýrust í Asíubúðunum. Til að ná fræjunum innan úr er best að setja þau á bretti og merja þau með t.d.hnífsblaði, setja fræin í mortel eða plastpoka og merja vel. Ilmurinn er ómótstæðilegur Ummm..........

Kanelsnúðar

250 g hveiti
120 g smjör, kalt í teningum
1 dl mjólk, fingurvolg
2 tsk. þurrger
3 msk. sykur
1/2 tsk. salt
1/2 -1 tsk. kardimommufræ, steytt

fylling:

100 g marsípan
60 g smjör
3 msk. sykur
2 tsk. kanill

Myljið hveiti og smjör saman. Bætið öllu öðru út í og hnoðið samfellt deig. Setjið deigið í olíuborna skál og látið hefast á hlýjum stað í um 30 mín. Hitið ofninn í 200°C. Fletjið deigið út í ferning um 40x20 cm. Rífið marsípanið og smjörið jafnt yfir deigið. Blandið sykri og kanel saman og stráið yfir líka. Rúllið lengjunni upp eftir lengri hliðinni og skerið hana í 12-14 bita. Raðið þeim á bökunaplötu klædda smjörpappír og látið hefast aftur undir klút í 30 mín. Penslið með mjólk eða eggi og dustið meiri kanel yfir ef þið viljið. Bakið snúðana í um 20 mín eða þar til þeir eru fallega gullnir og girnilegir.

No comments:

Post a Comment