Sunday, May 8, 2011

Bakaðir bananaskalotlaukar
forréttur fyrir 4-6

12 stk. bananaskalotlaukur
smá olía til að pensla laukinn
olía til að hella í laukinn eða 1/2 krukka fetaostur
sjávarsalt og nýmalaður pipar

Hitið ofninn í 200°C. Penslið laukinn með olíu og setjið í ofnskúffu. Bakið hann í 30 -40 mín. Skerið rauf ofan í hvern lauk með beittum hníf. Hellið olíu eða fetaost í raufina og saltið og piprið yfir. Berið gott brauð með.


Einfalt og gott

Það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að gera góðan mat á einfaldan hátt. Þessir bananaskalotlaukar sem nú fást í flestum stórmörkuðum eru algjört sælgæti bakaðir í ofni. Eina sem þarf að gera er að setja smá sjávarsalt og góða olíu og veislan er tilbúin.

No comments:

Post a Comment