Sunday, October 16, 2011

Frábærar í frystinn

Þessar grófu bollur eru góðar að grípa í í nestispakkann. Þær eru hollar og treftaríkar og þiðna á 10 mínútum á eldhúsborðinu á meðan maður er að taka sig til í vinnu eða skóla.


Hollar bollur
ca. 14 stk.

5 dl volgt vatn
2 tsk. þurrger
1 tsk. salt
1-2 tsk. hlynsíróp eða hrásykur
600 g gróft mjöl, t.d. blanda af grófu og fínu spelti eða fínt spelt og heilhveiti
1 dl graskersfræ
1 dl sólblómafræ

Setjið allt í hrærivélarskál og hnoðið með hnoðaranum í 5-8 mín. Það getur verið mimunandi hvað deigið er blautt eftir því hvaða mjöltegundir þið notið en deigið á að vera seigt og klístrað. bætið aðeins við af mjöli ef það er of lint. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið á hlýjum stað í klukkutíma eða yfir nótt í ísskáp. Setjið bökunarpappír á 2 ofnplötur og mótið bollur með því að setja kúfulla matskeið af deigi með góðu millibili á plöturnar, um 9 bollur á hverja plötu. Hitið ofninn í 230°C eða 210°C á blástur. Látið bollurnar hefast á meðan ofninn er að hitna, aðeins lengur ef þið hafið látið deigið hefast fyrst í ísskáp.
Bakið síðan bollurnar í 20 mín. Frábærar í frystinn.

No comments:

Post a Comment