Monday, October 10, 2011

Kjúklingaréttur leikarans Bob Hoskins

Kjúklingaréttir eru vinsælir á heimilinu. Hér er uppskrift að einum slíkum sem ég fékk hjá vinkonu minni, Guðný Þórarinsdóttur prentsmið. Hún er mikil gúrmekona og eldar mjög góðan mat. Hún sá um þátt í Gestgjafanum þar sem hún var með kjúklingarétti og þessi var einn af þeim. Þetta er mikill kósímatur, allt í einum potti, meiriháttar gott.


Bob Hoskins Kjúklingaréttur
fyrir 4

1 heill hvítlaukur
1 msk. Maldonsalt
1 stór kjúklingur, hlutaður niður eða samsvarandi magn af kjúklingabitum
2 msk. olía
12 meðalstórar kartöflur, skornar í 4 bita og forsoðnar í 10 mín
4 stórir tómatar, skornir í bita
2 dl góðar svartar ólífur (fást í Tyrknesku búðinni í Síðumúla)
1 msk. nýmalaður svartur pipar
nokkrar greinar ferskt rósmarin eða 2-3 tsk. þurrkað
3 msk ólífuolía

Hitið ofninn í 190°. Hlutið hvítlaukinn niður, hann á að vera í hýðinu, og setjið salt yfir hann á meðan annað er tekið til í réttinn. Brúnið kjúklingabitana fallega í olíu. Setjið kartöflur, kjúkling, ólífur, tómata og hvítlauksrif lagskipt í ofnfast fat eða pott. Hellið ólífuolíu yfir allt og stráið rósmarin yfir. Setjið lok eða álpappír yfir pottinn og bakið þetta í 30 mín. Takið lokið af og bakið áfram í 10-15 mín í viðbót.


No comments:

Post a Comment