Wednesday, December 14, 2011

Partýstemming !

Þessir snúðar eru fastir liðir í öllum smáréttaveislum á heimilinu. Fljótlegir að laga og ótrúlega góðir. Það má baka þá og frysta. Hita síðan upp í ofnskúffu í 130-140°C heitum ofni í 10-15 mín. Fílódeig eða blaðdeig er í miklu uppáhaldi hjá mér því það er svo fljótlegt og þægilegt að vinna með það. Gerði fílódeigsþátt í klúbbablað Gestgjafans á þessu ári þar sem má finna margar sniðugar hugmyndir.


Fílósnúðar
ca. 28-30 stk.

2-3 msk. olía
1 laukur, smátt saxaður
8-10 stilkar vorlaukur, saxaður
200-250 g ostur, rifinn má vera hvað sem er
1 krukka paprika í olíu, olían sigtuð frá og paprikan skorin í bita
2 msk. fersk steinselja
1 pakki fílódeig, afþýtt
50 - 60 g smjör

Hitið ofninn í 200°C eða 185°C á blástur. Steikið báðar tegundir af lauk í olíu á pönnu. setjið í skál og bætið ost, papriku og steinselju. Smakkið blönduna til með salti og pipar. Setjið 3 blöð af fílódeigi á borðið og smyrjið deigblöðin með smjöri á milli lagana. Breiðið helmingnun af fyllingunni á efsta lagið af deiginu. Rúllið deiginu upp með fyllingunni innan í, rúllið deiginu á lengri hliðinni. Skerið rúlluna í 14 - 16 bita, raðið þeim með sárið upp á bökunarplötu klædda með bökunarpappír. Farið eins að við önnur 3 blöðin. Setjið e.t.v. meira af osti ofan á hvern snúð. Bakið í miðjum ofni í 15 mín eða þar til snúðarnir eru orðnir gullnir og girnilegir.

No comments:

Post a Comment