Heimalagað rauðkál á lítið skylt við það sem er í krukkunum en það á svo sem við um flest það sem er lagað heima frá grunni. Það er mjög fallegt að strá granateplakjörnum ofan á rauðkálið til að gera það ennþá jólalegra.
Heimalagað rauðkál
1 rauðkálshaus, u.þ.bl. 800 g
2 msk smjör eða olía
1 tsk. sjávarsalt
nýmalaður pipar
4-5 negulnaglar
1 lítið lárviðarlauf
3-4 msk. rauðvínsedik eða annað gott edik
1/2 dl vatn
1/2 - 1 dl rauðvín, rauðrófusafi eða Ribenasaft
1-2 msk. púðursykur
Skerið rauðkálshausinn í 4 hluta og hreinsið stöngulinn í miðjunni frá, sneiðið fínt niður. Steikið rauðkálið í smjöri eða olíu í 4-6 mín. Bætið öllu út í og sjóðið með lok á pottinum í 20 - 30 mín. Bætið meira vatni í ef það fer að verða of þurrt. Geymist í viku í kæliskáp. Gott að hita aðeins áður en borið fram.
No comments:
Post a Comment