Friday, January 21, 2011

Dekrað við bóndann

Á mínu heimili er ekki dekrað við bóndann með súrum mat. Þessar ostastangir er það sem hann valdi sér enda er þær ótrúlega góðar. Þær er gerðar úr blaðdeigi og eru frábærar sem snakk fyrir matinn þegar eitthvað stendur til eða hluti af rétt á smáréttaborðið.




Ostastangir

3 msk. olía
2 laukar, þunnt sneiddir
2 hvítlauksrif, söxuð fínt
1 dl hvítvín, má vera óáfengt
2 tsk. sykur
1 dós ansjósur, 6-8 flök, þerrið mestu olíuna af og fínsaxið
hnefafylli steinselja, söxuð
2 dl bragðmikill ostur, td Ísbúi, rifinn niður
6 blöð blaðdeig, fílódeig
70 g smjör brætt

Hitið ofninn í 230°C, 210 á blástur. Steikið laukinn í olíunni við hægan hita þar til hann fer að verða glær og mjúkur, bætið hvítlauk út í og steikið aðeins áfram. Bætið hvítvíni og sykri út á pönnuna og látið malla í 5 mín. Setjið laukinn í skál og blandið ansjósum, steinselju, og ost saman við smakkið til með salti og pipar. Leggið 3 arkið af blaðdeigi á borð með bræddu smjöri á milli. Breiðið laukblöndunni á deigið. Setjið aðrar 3 arkið af deigi ofan á, smyrjið á milli. Skerið deigið í 3 hluta, á breiðari kantinn og síðan í fingurþykkar stangir. Setjið bökunapappír á ofnplötu. Snúið upp á stangirnar og raðið á ofnplötuna. Bakið í 8-10 mín. Best að borða samdægurs. Má frysta og pakkið þá vel í box.

No comments:

Post a Comment