Monday, January 24, 2011


Kássukelling........

Ég er mjög veik fyrir kássum sem eru búnar að elda í óratíma. Sérstaklega eins og þessari sem er full af bragðmiklum kryddum frá fjarlægum löndum. Nú er einmitt tíminn fyrir pottrétti sem ylja og næra.


Marokkóskur pottréttur
ætti að duga fyrir 4

3 msk. olía
2-3 laukar, saxaðir
2 stór hvítlauksrif, söxuð
1 kg. lambakjöt til dæmis lærissneiðar, skorið í bita
1 tsk. engifer
1 tsk. paprika
1 tsk. cuminduft
1 tsk. nýmalaður pipar
2 tsk. sjávarsalt
1-2 kanelstöng, eftir stærð
2 lárviðarlauf
3 stjörnuanísar
1 msk. hunang eða hlynsíróp
6 dl vatn
----
250 g sveskjur
250 g apríkósur


Steikið laukinn við vægan hita í olíu þar til hann fer að verða gullinn, steikið hvítlaukinn með síðustu mínúturnar. Setjið kjöt út í og steikið dágóða stund eða þar til það er brúnað. Bætið kryddi út í og steikið saman þar til allt fer að ilma eins og á arabískum veitingastað. Hellið vatni út í , hrærið vel í og látið allt malla í 50 mín til klukkutíma. Bætið þá sveskjum og apríkósum út í og látið malla í 30 mín í viðbót. Berið fram með kús-kús.

No comments:

Post a Comment