Monday, January 31, 2011

Gamla góða

Ég er búin að prófa margar uppskriftir að gulrótarköku en alltaf hefur gamla góða uppskriftin frá mömmu vinninginn.

Gulrótarkaka

150 g sykur
1 1/4 dl olía
3 egg, stór
150 g hveiti
1/2 tsk. kanell
1/2 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. vanillusykur
1/4 tsk. salt
1-2 tsk. sítrónubörkur
250 g fínt rifnar gulrætur
75 g rúsínur
50 g heslihnetur, saxaðar gróft

Hitið ofninn í 170°C, 160 á blástur. Þeytið sykur og olíu vel saman. Bætið eggjum út í einu í einu og hrærið vel saman við. Setjið hveiti, kanel, matarsóda og lyftiduft í skál, blandið því aðeins saman og sigtið það út í. Bætið síðan vanillusykri, salti, sítrónubörk, gulrótum, rúsínum og heslihnetum í deigið og blandið öllu saman. Setjið bökunarpappír á botninn á 22-24 cm smelluformi. Hellið deiginu í það. Bakið kökuna í um 50 -60 mín. Fylgist vel með kökunni í lok bökunartímans, kúnstin við djúsí gulrótarköku og svona matarkökur almennt er að baka þær ekki of lengi, taka þær úr ofninum rétt eftir að hætt er að "hvissa" í henni.
Losið kökuna úr forminu , setjið hana á tertudisk og látið hana kólna.

Krem:
80 g rjómaostur
80 g smjör
80 g flórsykur
1 tsk. vanilludropar

Hrærið allt vel saman og smyrjið ofan á kökuna.

No comments:

Post a Comment