Það er hægt að finna endalausa möguleika á að matreiða kjúkling en samt endar maður oft í því sama sem er fljótlegast að baka hann í ofni. Hér er uppskrift sem ég gerði í Gestgjafann fyrir nokkrum árum. Hann er bakaður í ofni en með mjög bragðgóðum kryddhjúp. Alveg komin tími til að rifja þessa upp.
Kjúklingur með kryddhjúp
4 kjúklingalæri eða samsvarandi af bitum
3 msk. brætt smjör
70 g kartöfluflögur - Kettler´s eru vandaðastar og bestar en dýrastar
50 g rifinn parmaostur (1 dl)
1 msk. ferskt estragon eða 1-2 tsk. þurrkað
salt og nýmalaður pipar
Hitið ofninn í 180°C. Myljið kartöfluflögur frekar fínt í skál. Blandið parmaosti og kryddi út í mylsnuna. Penslið kjúklingalærin á báðum hliðum með bræddu smjöri. Veltið kjúklingalærunum upp úr mylsnunni og raðið þeim á smjörpappír á ofnskúffu. Notið alla mylsnuna, klessið því sem er afgangs ofan á kjúllann. saltið og piprið. Bakið bitana í 40 mín eða þar til þeir eru eldaðir í gegn. Berið fram með góðu salati.
No comments:
Post a Comment