Tuesday, February 15, 2011

Sætur endir


Þetta er einn af uppáhaldseftirréttunum á heimilinu. Jafnvel meðal þeirra sem annars eru ekki mikið fyrir kaffi, merkilegt nokk ! Það er auðvelt að laga Tiramisu, enginn bakstur en smá fyrirhöfn við að hræra saman. Mér finnst hún best svona, ostakremið frekar þykkt og kökurnar passlega blautar af sætum, sterkum kaffileginum.


Tiramisu

1 pakki fingurkökur (Ladyfingers)
2-3 dl sterkt kaffi
2 msk. sykur
1/2 dl masalavín (má sleppa)

1 peli rjómi
400 g rjómaostur
3 eggjarauður
6 msk. sykur
2-3 msk. Masalavín (má sleppa)
2 tsk. vanilludropar
60-80 g súkkulaði, rifið fínt


Raðið fingurkökum í fallegt fat. Blandið kaffi, sykri og víni saman. Dreypið kaffiblönduni yfir kökurnar. Léttþeytið rjómann og setjið í skál. Hrærið ostinn í sömu skál (óþarfi að þvo skálina)þar til hann er mjúkur og setjið í aðra skál. Þvoið skálina og þeytið egg, sykur og vín saman þar til létt og loftkennt. Blandið osti og vanilludropum út í og hrærið þar til samfellt. Bætið 1/3 af rjómanum út í ostinn. Smyrjið ostakreminu ofan á fingurkökurnar. Jafnið rjómanum þar ofan á. Stráið rifnu súkkulaði yfir rjómann. Góð samdægurs en líka daginn eftir. Kakan geymist í 4-5 daga.


No comments:

Post a Comment