Sunday, February 20, 2011

Sunnudagsbakstur

Þetta er skúffukakan sem mamma mín bakaði alltaf. Henni fannst þessi uppskrift þægileg því hún er fljótleg, tekur innan við 30 mín að gera hana tilbúna á diskinn. Uppáhald allra með ískaldri léttmjólk.


Skúffubitar

2 egg
3 dl sykur (180 g)
4 1/2 dl hveiti (270 g)
2 1/2 tsk. lyftiduft
2 tsk. vanillusykur
2 msk. kakó
150 g smjör, brætt
1 1/2 dl mjólk

Hitið ofninn í 225°C (210°C á blástur). Þeytið egg og sykur vel saman eða þar til það er léttur og loftkenndur massi. Sigtið hveiti, lyftiduft og kakó saman í skál, bætið vanillusykri út í. Bætið bræddu smjöri og mjólk í eggjamassann og blandið öllu vel saman. Hellið deiginu í smurt form 30x30 cm eða sambærilega stærð og jafnið því í formið. Bakið kökuna í 8-10 mín. Kælið smástund.

krem:
3 1/2 dl flórsykur (180 g)
2 msk. kakó
2 tsk. vanillusykur
4 msk. smjör, brætt
4 msk. lagað kaffi
4-5 msk. kókosmjöl til að setja ofan á kremið

Sigtið flórsykur og kakó saman í skál. Bætið vanillusykri, smjöri og kaffi út í. Smyrjið kreminu á kökuna og sáldrið kókosmjöli yfir.

No comments:

Post a Comment