Thursday, February 24, 2011

Máltíð soldánsins

Soldánar í tíð Ottómanveldisins áttu gjarnan margar konur. Í þá daga var trú manna að menn sem áttu margar konur þyrftu að borða mikið af kjöti.....og eggjum. Þessi réttur var vinsæll því hann inniheldur bæði hráefnin. Það er skondið að við hér á norðurhveli skulum fara í kryddhilluna til að ná í kryddin eins og kanel sem laða fram stemmingu Mið-Asturlanda. Yndislegur réttur, tilvalinn í helgarmatinn.


Marokkóskar kjötbollur í tómat
fyrir 6

800 g nautahakk
1 laukur, fínt saxaður
3 msk. fersk steinselja, söxuð
1 1/2 tsk. kanell
1 tsk. cuminduft
1 tsk. paprikuduft
1/2 -1 tsk. engiferduft
smá chiliduft
salt og pipar

Hnoðið allt saman (hægt að gera í hrærivél) og mótið meðalstór buff. Brúnið buffin í olíu á pönnu í tveimur umgöngum og setjið þau í ofnskúffu. Geymið.

2 msk. olía
2 laukar saxaðir
2-3 hvítlauksrif, söxuð
1 tsk. kanell
1 tsk. paprika
1/2 tsk. cuminduft
smá chiliduft
2 dósir góðir tómatar í dós, saxaðir gróft
2 tsk. hrá eða púðursykur
salt og nýmalaður pipar
3 msk. söxuð steinselja eða kóríander
6 egg

Hitið ofninn í 200°C. Steikið lauk og hvítlauk í djúpri pönnu í olíu við hægan hita þar til laukarnir fara að mýkjast. Bætið kryddi á pönnuna og steikið í 1 mín saman. Bætið tómötum ásamt safa í dósinni ásamt sykri, salti og pipar út í. Látið malla saman í 20 mín. Smakkið til og bætið e.t.v. meira kryddi út í. Skellið bollunum í ofninn í 3-5 mín eða þann tíma sem tekur að elda þær ( það fer eftir því hvað þið viljið hafa kjötið vel steikt). Spælið eggin ofan í tómarsósuna, setjið lok eða álpappír á pönnuna og látið eggin eldast í 3-4 mín. Raðið bollunum á diska, hellið sósu og einu eggi á mann yfir. Sáldrið steinselju eða kóríander yfir réttinn og berið fram með kús-kús eða brauði.

No comments:

Post a Comment