Samlokan í lautarferðina
Nesti er háalvarlegt mál, allavega hjá mér. Að borða úti í guðsgrænni er alltaf yndislegt. Leyndarmálið að góðri samloku er smávegis af gæðamæjónesi og að salta og pipra áleggið.
Samlokan
Gott nýtt gróft brauð, smurt með smá smjöri
smá majones (Hellemans) hrært út með smá grófu sinnepi
avokadosneiðar
tómatasneiðar eða rauð paprika
gúrkusneiðar
harðsoðin egg, sneidd
klettakál
nýmalað salt og nýmalaður pipar
No comments:
Post a Comment