Friday, July 29, 2011


Meira grænmeti



Svona kökubökur eru vinsælar í Frakklandi og margar uppskriftabækur verið gefnar út um þær. Þetta er frábær grænmetisréttur og góður í nestispakkann.


"Cake" eða Kökubaka
8 sneiðar

3 egg
3/4 dl olía
1 dl mjólk
1/2 tsk. sjávarsalt
nýmalaður pipar
180 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
1 krukka fetaostur án olíunnar eða um 200 g mulinn fetaostur
150 g góðar ólífur
200 g konfekttómatar, skornir í tvennt
ferskt kryddjurtir, basil eða annað eða 1-2 tsk. þurrkað
3 msk. parmesanostur
3-4 msk. ostur til að setja ofan á

Hitið ofninn í 180°C. Setjið egg, olíu, mjólk, salt og pipar í skál og þeytið létt saman. Sigtið hveiti og lyftiduft saman og bætið út í. Setjið allt annað nema ostinn sem fer ofan á út í og hrærið saman með sleikju. Hellið í smurt jólakökuform um 20 cm langt og bakað í miðjum ofni í 40 mín. eða þar til kakan er stíf. Berið fram volga eða kalda með salati. Frábær í nestispakkann.

Wednesday, July 20, 2011

Butternut grasker hvernig á að elda ?

Þegar ég keypti þetta Butternut grasker í versluninni Víðí um daginn spurði stúlkan á kassanum mig hvernig ég eldaði það. Ég reyndi að útskýra það og þótti dálítið leiðinlegt að hún gæti ekki smakkað hvað er hægt að gera frábæran rétt úr þessu góða hráefni. Þessi er uppáhaldsgræni á mínu heimili og ekki síður til að hafa með í nesti næsta dag........ef það verður afgangur !!


Ofnbakað butternut grasker með grænmeti
fyrir 4-5

2 butternut grasker, ekki of stór
4 msk. olía
2 hvítlauksgeirar, marðir
1 tsk. timian
1 tsk. oreganó
sjávarsalt
nýmalaður pipar

Hitið ofninn í 200°C. Skerið graskerin í tvennt eftir endilöngu og fjarlægið kjarnana. Skerið rákir ofan í aldinkjötið, raðið graskerunum á ofnskúffu með sárið upp. Setjið olíu, lauk og krydd í skál og blandið saman. Hellið kryddleginum ofan á graskerið, bakið þetta í ofninum í 35-40 mín.

Ofan á:

3 msk. olía
1 rauðlaukur, í sneiðum
2 hvítlauksrif, sneidd
1 -2 paprikur, í sneiðum, gjarnan 2 litir
200 g smátómatar
slatti fetaostur
3 msk. parmaostur
3 msk. brauðrasp
3 msk. steinselja, söxuð

Steikið rauðlauk og hvítlauk smá stund. Bætið papriku út í og steikið áfram. Takið af eldavélahellunni og bætið tómötum og fetaosti í. Skiptið blöndunni ofan á graskerið. Blandið osti, raspi og steinselju saman og sáldrið ofan á allt saman. Bakið áfram í 10-15 mín. Berið fram
með salati. Frábært líka kalt næsta dag. Ef þið eigið basil er gott að setja smá ofan á.

Friday, July 8, 2011

Póstfiskur

Þessi fiskréttur var oft í matinn á heimilinu þegar krakkarnir mínir voru litlir. Þau fundu upp nafnið, fannst sniðugt að pakka fisknum svona inn. Hollur, fljótlegur og góður fiskréttur, er það ekki uppskrift sem við viljum öll !


Póstfiskur
fyrir 4-5

700-800 g beinlaus fiskstykki, gott að nota þorsk, skötusel, keilu eða löngu
2 mossarellaostar, skornir í sneiðar
3 kvistar ferskt basil, eða góð handfylli blöð
4-5 tómatar, skornir í sneiðar
ólífuolía
nýmalaður pipar og salt

Hitið ofninn í 180°C. Klippið bökunarpappír niður í ferninga ca. 30x30 cm. Raðið fiskstykkjunum á bretti og raðið osti, tómötum og basil lagskipt ofan á fiskinn, saltið og piprið og hellið smávegis af ólífuolíu ofan á. Pakkið fisknum inn ( gott að hefta efst) og passið að samskeytin séu ekki undir svo holli safinn leki ekki úr. Raðið fispökkunum í ofnskúffu og bakið hann í 15 mín. Mér finnst gott að bera hýðisgrjón fram með fisknum, og bleyta þau í safanum sem kemur af fisknum, hollt og gott.