Friday, July 8, 2011

Póstfiskur

Þessi fiskréttur var oft í matinn á heimilinu þegar krakkarnir mínir voru litlir. Þau fundu upp nafnið, fannst sniðugt að pakka fisknum svona inn. Hollur, fljótlegur og góður fiskréttur, er það ekki uppskrift sem við viljum öll !


Póstfiskur
fyrir 4-5

700-800 g beinlaus fiskstykki, gott að nota þorsk, skötusel, keilu eða löngu
2 mossarellaostar, skornir í sneiðar
3 kvistar ferskt basil, eða góð handfylli blöð
4-5 tómatar, skornir í sneiðar
ólífuolía
nýmalaður pipar og salt

Hitið ofninn í 180°C. Klippið bökunarpappír niður í ferninga ca. 30x30 cm. Raðið fiskstykkjunum á bretti og raðið osti, tómötum og basil lagskipt ofan á fiskinn, saltið og piprið og hellið smávegis af ólífuolíu ofan á. Pakkið fisknum inn ( gott að hefta efst) og passið að samskeytin séu ekki undir svo holli safinn leki ekki úr. Raðið fispökkunum í ofnskúffu og bakið hann í 15 mín. Mér finnst gott að bera hýðisgrjón fram með fisknum, og bleyta þau í safanum sem kemur af fisknum, hollt og gott.

1 comment:

  1. Ummm ég ætla svo sannarlega að prófa þennan.
    Kiddý

    ReplyDelete