Friday, July 29, 2011


Meira grænmeti



Svona kökubökur eru vinsælar í Frakklandi og margar uppskriftabækur verið gefnar út um þær. Þetta er frábær grænmetisréttur og góður í nestispakkann.


"Cake" eða Kökubaka
8 sneiðar

3 egg
3/4 dl olía
1 dl mjólk
1/2 tsk. sjávarsalt
nýmalaður pipar
180 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
1 krukka fetaostur án olíunnar eða um 200 g mulinn fetaostur
150 g góðar ólífur
200 g konfekttómatar, skornir í tvennt
ferskt kryddjurtir, basil eða annað eða 1-2 tsk. þurrkað
3 msk. parmesanostur
3-4 msk. ostur til að setja ofan á

Hitið ofninn í 180°C. Setjið egg, olíu, mjólk, salt og pipar í skál og þeytið létt saman. Sigtið hveiti og lyftiduft saman og bætið út í. Setjið allt annað nema ostinn sem fer ofan á út í og hrærið saman með sleikju. Hellið í smurt jólakökuform um 20 cm langt og bakað í miðjum ofni í 40 mín. eða þar til kakan er stíf. Berið fram volga eða kalda með salati. Frábær í nestispakkann.

No comments:

Post a Comment