Wednesday, July 20, 2011

Butternut grasker hvernig á að elda ?

Þegar ég keypti þetta Butternut grasker í versluninni Víðí um daginn spurði stúlkan á kassanum mig hvernig ég eldaði það. Ég reyndi að útskýra það og þótti dálítið leiðinlegt að hún gæti ekki smakkað hvað er hægt að gera frábæran rétt úr þessu góða hráefni. Þessi er uppáhaldsgræni á mínu heimili og ekki síður til að hafa með í nesti næsta dag........ef það verður afgangur !!


Ofnbakað butternut grasker með grænmeti
fyrir 4-5

2 butternut grasker, ekki of stór
4 msk. olía
2 hvítlauksgeirar, marðir
1 tsk. timian
1 tsk. oreganó
sjávarsalt
nýmalaður pipar

Hitið ofninn í 200°C. Skerið graskerin í tvennt eftir endilöngu og fjarlægið kjarnana. Skerið rákir ofan í aldinkjötið, raðið graskerunum á ofnskúffu með sárið upp. Setjið olíu, lauk og krydd í skál og blandið saman. Hellið kryddleginum ofan á graskerið, bakið þetta í ofninum í 35-40 mín.

Ofan á:

3 msk. olía
1 rauðlaukur, í sneiðum
2 hvítlauksrif, sneidd
1 -2 paprikur, í sneiðum, gjarnan 2 litir
200 g smátómatar
slatti fetaostur
3 msk. parmaostur
3 msk. brauðrasp
3 msk. steinselja, söxuð

Steikið rauðlauk og hvítlauk smá stund. Bætið papriku út í og steikið áfram. Takið af eldavélahellunni og bætið tómötum og fetaosti í. Skiptið blöndunni ofan á graskerið. Blandið osti, raspi og steinselju saman og sáldrið ofan á allt saman. Bakið áfram í 10-15 mín. Berið fram
með salati. Frábært líka kalt næsta dag. Ef þið eigið basil er gott að setja smá ofan á.

No comments:

Post a Comment