Vefjur með reyktum laxi
Nesti er ofarlega í huga þessa dagana þegar berjaferðir og sveppaferðir eru í algleymingi. Ikea er með ýmislegt spennandi í matardeildinni, þar kaupi ég þetta þunna flatbrauð með smá anisbragði sem er góð tilbreyting frá venjulegu brauði. Ég smyr það með rjómaosti, set nokkrar sneiðar af reyktum laxi ofan á, smá klettakál, vel af pipar og ferskri piparrót og rúlla upp. Meiriháttar gott.
No comments:
Post a Comment