Monday, May 31, 2010

Súkkulaðikaka sem tekur sig alvarlega.

Dökk mjúk súkkulaðikaka, lekandi súkkulaði......ummmm.....hvað er betra á rigningardegi þegar rignir meira að segja ösku. Þetta er stór og drjúg kaka, er með formkökudellu þessa dagana.



Alvöru súkkulaðiformkaka

250 g smjör, mjúkt
250 g sykur
3 egg, stór
2 eggjarauður
320 g hveiti
30 g kakó
1 1/2 tsk. lyftiduft
1 1/2 dl mjólk
2 tsk. vanilludropar
100 g súkkulaði, saxað gróft
100 g súkkulaði, brætt til að smyrja ofan á

Hitið ofninn í 175°C. Hrærið saman smjör og sykur í 5 mín. Bætið eggjum út í einu í einu. Bætið rauðunum í og hrærið smástund áfram. Sigtið hveiti, kakó og lyftiduft saman og bætið í deigið ásamt mjólk og vanillu. blandið vel saman. Smyrjið botn og hliðar á 30 cm jólakökuform með olíu eða smjöri. Jafnið deiginu í formið. Bakið kökuna, á neðstu rim í ofninum,í um klukkutíma. Kælið aðeins og takið síðan varlega úr forminu. Smyrjið kökuna með súkkulaði þegar hún hefur kólnað aðeins.

No comments:

Post a Comment