Monday, May 24, 2010

Salat á sumardegi

Það er algengt að sjá þetta salat á matseðlum léttari veitinga og kaffihúsa enda uppáhald margra. Heimalagaðir brauðteningar eru málið í þessu salati og Romanie-salatið stökka sem hefur fengist undanfarið í Bónus og víðar. Það er fátt betra en gott kjúklingasalat og ískalt hvítvín eða sódavatn á fallegum sumardegi eins og núna.


Cesar-salat
fyrir 4

1/2 snittubrauð, ciabatta-brauð eða 6 sneiðar fínt ítalskt brauð
3 msk. ólífuolía
maldon salt
steinselja
smá olía
2-3 kjúklingabringur
1-2 stk. Romanie-salat, fer eftir stærð
parmaostur í flögum
steinselja, söxuð

salatsósa:

1 hvítlauksrif, marið
1/2 tsk. maldonsalt
5 msk. mæjones
1 msk. hvítvínsedik
1 dl parmaostur, rifinn

Hitið ofninn í 200°C. Setjið örk af bökunarpappír í ofnskúffu. Skerið brauðið í teninga og setjið á pappírinn ásamt 3 msk. olíu, maldonsalti og steinselju, blandið þessu saman. Bakið brauðið þar til það er gullið og girnilegt. Kljúfið kjúklingabringurnar í tvo hluta og steikið kjúklingabringurnar í smá olíu, látið kólna aðeins á bretti. Hrærið allt saman sem á að fara í salatsósuna, þynnið hana með smá vatni. Skolið salatið og setjið í skál. Brytjið kjúklinginn niður og setjið út á salatið ásamt brauðteningum. Hellið salatsósuni út á og blandið létt saman. Sáldrið parmaostaflögum og saxaðri steinselju út á salatið. Nammi-namm !!!!!

No comments:

Post a Comment