Saturday, November 13, 2010

Kaldir dagar

Það er gott að eiga uppskrift að nærandi súpu þessa köldu daga. Hér er uppskrift að súpu sem er ódýr, holl og meiriháttar góð. Ég geri gjarnan tvöfalda uppskrift og hita hana upp daginn eftir. Eins og góð kjötsúpa verður hún bara betri upphituð dagana eftir.


Linsubaunatómatsúpa

2 msk olía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, söxuð
1 dós saxaðir tómatar
150 g grænar linsubaunir
3 dl tómatdjús eða 1 dós tómatar, maukaðir
8-10 dl vatn
2 tsk grænmetiskraftur
1 tsk sjávarsalt
1/2 tsk timian
nýmalaður pipar

Steikið lauk og hvítlauk í olíunni þar til hann er mjúkur og ilmandi. Bætið öllu sem fer í súpuna út í og látið súpuna sjóða í 30-40 mín. Smakkið hana til með salti og pipar. Berið súpuna fram með rifnum parmaosti.

No comments:

Post a Comment