Saturday, October 22, 2011

"Arros Con Pollo" Hrísgrjón með kjúkling

Ég elska svona mat, svona virkilegan kósímat. Minn veikleiki er Risottó og þetta er ekki ósvipaður réttur. Ég hef notað þessa uppskrift þegar ég hef gert Paellu en haft færri kjúklingabita. Þetta er í raun mjög svipað Paellu nema þá bætið maður fisk og skelfisk með. Spánska nafnið á réttinum er bara dásamlegt, borið fram "arros kon pojo" með áherslu á r-in.


"Arros Con Pollo" Hrísgrjón með kjúkling
fyrir 4-6

Í þessum spánska rétti er gott að nota stóra og djúpa pönnu. Ég hef eldar þennan rétt alloft og stundum er eins og vökvamagnið sé og mikið en stundum passlegt. Ég held að þetta sé af því að kjúklingurinn er með mismikið vökvamagn sem skilar sér í grjónin við suðu ( salt og sykursprautað) Mér finnst þó betra að hafa meina en minna af vatni og láta rjúka af pönnunni án þess að hafa lok í restina af suðutímanum.

8 -10 kjúklingabitar, ég nota oftast efri læri
3 msk. olía
1 dl hveiti
salt og pipar

1 laukur, saxaður
2-3 hvítlauksrif söxuð
5 dl Aborio hrísgrjón, þessi stuttu
1 tsk. paprika
1/4 tsk chiliflögur (má sleppa)
1/4 tsk. saffran (má sleppa)
7 1/2 dl vatn
1 kjúklingasoðteningur
1 dós tómatar, saxaðir
1 msk. tómatpúra (má sleppa)

Veltið kjúklingabitunum upp úr hveiti og brúnið þá á báðum hliðum. Ég krydda þá oft með einhverju eins og papriku eða chili eða góðu kjúklingakryddi, bara einhverju sem ég á í skúffunni. Setjið bitana á disk og geymið. Fjarlægið fituna af pönnunni en skiljið 2-3 msk eftir til að steikja laukinn upp úr. Steikið laukinn þar til hann fer að verða gullinn, bætið hvítlauk út í og steikið aðeins áfram. Bætið hrísgrjónum út í ásamt kryddi og steikið í 2-4 mín. Hellið nú vatninu , kjúklingasoðteningnum, tómötum ásamt safanum úr dósinni og tómatpúrrunni á pönnuna, hrærið allt vel saman, saltið og piprið. Raðið kjúklingabitunum ofan á, setjið lok eða álpappír ofan á pönnuna og látið þetta malla við meðalhita í 20-25 mín. Þið getið smakkar grjónin og ef þau eru með harðan kjarna þurfa þau að malla lengur. Takið lokið af og ef enn er mikill vökvi í pottinum er gott að látið rjúka úr honum í 5 mín. Ef þið viljið fá svolítið grillaða skorpu á kjúllan er sniðugt að setja pönnuna aðeins undir heitt grill, ég geri það stundum.

No comments:

Post a Comment