Thursday, December 22, 2011


Jólin á næsta leyti

Hér er uppskrift að fyllingu í kalkún. Ég fékk þessa uppskrift hjá mömmu sem notaði alltaf þessa fyllingu í kalkúninn en uppskriftin er upprunalega úr bækling frá Pottagöldrum. Ég er búin að gera nokkrar tilraunir mað fyllingar en hefur alltaf fundist þessi einföld og mjög góð.

Kalkúnafylling

125 g smjör
2-3 laukar
1 grænt epli
100 g skinka
100 g beikon
1 stöngull af sellerí
1 stk fransbrauð
75 g furuhnetur
1/2 tsk. timian
1-2 msk. kalkúnakrydd
1/2 tsk. nýmalaður pipar
2 egg
4 msk. rauðvín, mjólk eða kalkúnasoð af innmatnum
innmaturinn af fuglinum og hálsinn eða 200-250 g kjúklingalifur, soðið í 20 mín
(soð notað í sósu og innmatur í fyllinguna)
salt eftir smekk

Saxið lauk, epli, skinku, beikon og sellerí smátt niður. Ristið furuhneturnar á heitri pönnu. Takið skorpuna af brauðinu og skerið brauðið í teninga. Bræðið smjörið og steikið laukinn þar til hann verður mjúkur. Bætið kryddi út í og látið brúnast smá stund saman. Blandið öllu saman við og bragðbætið með salti og pipar. Bætið soðnum smátt söxuðum innmat eða soðinni kjúklingalifur saman vuð. Setjið hluta inn í kalkúninn og afganfinn í form og bakið við meðalhita í klukkutíma.

No comments:

Post a Comment