Matur úr góðu hráefni er mér hugleikinn þessa dagana. Reyndar er það ekkert nýtt en þó alltaf sérstaklega í byrjun árs þegar umræðan í umhverfinu snýst um að "afeitra sig" eftir jólin. Ég hef aldrei getað skilið að fólk sem hugsar um það hvað það lætur ofan í sig og borðar hollan og góðan mat þurfi á slíku að halda. Matur eldaður frá grunni úr góðu hráefni er án efa það besta sem við látum ofan í okkur. Ferskur fiskur, smátómatar frá Akri, klípa af íslensku smjöri, góð olía og tuttugu mínútna nostur við eldamennskuna sem endar með dekri við bragðlaukana hljómar vel, ekki satt !!!!!!!!
Þorskhnakkar með tómötum
fyrir 2
2 þorskhnakkar eða 3-4 stykki annar góður fiskur
2 msk. olía
1 tsk. smjör
1 laukur , skorin í 4 hluta og sneiddur fínt
hnefi smátómatar, skornir í tvennt
nokkrir sólþurrkaðir tómatar í mini bitum
hnefi ólífur, skornar í tvennt
2-3 msk ólífuolía og 2-3 msk. söxuð steinselja til að hella og strá yfir síðast
Hitið olíu og smjör á pönnu. Steikið laukinn við frekar hægan hita, þó það háan að hann brúnist aðeins. Setjið fiskinn á pönnuna hjá lauknum áður en laukurinn fer að taka lit. steikið fiskinn á báðum hliðum. Setjið tómata, sólþurrkaða og ólífur á pönnuna og látið malla aðeins áfram. Hellið olíu og stráið steinselju yfir. Berið fram með kús-kús, hrísgrjónum, kartöflum eða góðu brauði.
Saturday, January 23, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment