Þorskhnakkar með tómötum
fyrir 2
2 þorskhnakkar eða 3-4 stykki annar góður fiskur
2 msk. olía
1 tsk. smjör
1 laukur , skorin í 4 hluta og sneiddur fínt
hnefi smátómatar, skornir í tvennt
nokkrir sólþurrkaðir tómatar í mini bitum
hnefi ólífur, skornar í tvennt
2-3 msk ólífuolía og 2-3 msk. söxuð steinselja til að hella og strá yfir síðast
Hitið olíu og smjör á pönnu. Steikið laukinn við frekar hægan hita, þó það háan að hann brúnist aðeins. Setjið fiskinn á pönnuna hjá lauknum áður en laukurinn fer að taka lit. steikið fiskinn á báðum hliðum. Setjið tómata, sólþurrkaða og ólífur á pönnuna og látið malla aðeins áfram. Hellið olíu og stráið steinselju yfir. Berið fram með kús-kús, hrísgrjónum, kartöflum eða góðu brauði.

No comments:
Post a Comment