Saturday, March 12, 2011

Helgarbaksturinn

Mamma mín var mikill sælkeri og var svolítið veik fyrir döðlubrauði. Hún prófaði sig áfram með nokkrar uppskriftir og fannst þessi koma best út. Þetta sætabrauð er mikið uppáhald á okkar heimili og er oft bakað.


Döðlubrauð

Hér er notað amerískt bollamál.

1 bolli púðursykur
1 1/2 bolli hveiti
1 msk. brætt smjör
2 bollar saxaðar döðlur
1 bolli saxaðar hnetur eða möndlur
1 bolli sjóðandi vatn
1 tsk. matarsódi
2 egg

Hitið ofninn í 170°C. Setjið allt í hrærivélaskál og hrærið saman í 3-5 mín. Setjið deigið í stórt smurt jólakökuform, líka gott að setja bökunarpappír meðfram hliðunum á forminu. Bakið brauðið í 50 mín. Athugið hvort það sé bakað með því að stinga prjóni í það. Ef hann kemur hreinn út er það bakað. Borðið smurt með smjöri.

No comments:

Post a Comment