Saturday, March 5, 2011

Vænt og grænt

Hér er annar réttur úr fallega graskerinu sem ég keypti um daginn.


Graskers eggjabaka
fyrir 4-6

2-3 msk. olía
600 g grasker í bitum, munnbitastærð
300 g kartöflur, í bitum, svipuð stærð
sjávarsalt og nýmalaður pipar
6 egg
1 paprika, skorin í litla bita eða 1 krukka papprikur í olíu, saxaðar
100 g spínat
100 g fetaostur
100 g rifinn ostur
1 tsk. sjávarsalt

olía til að smyrja formið með

Hitið ofninn í 180°C. Dreifið graskers og kartöflubitum á smjörpappír í ofnskúffu, veltið upp úr olíu, saltið og piprið. Bakið í um 25 mín. Sláið eggin létt saman í skál. Setjið allt út í skálina, grasker og kartöflur líka, og blandið saman. Smyrjið ofnfast form með olíu og hellið blöndunni í það. Bakið í 40 mín. Berið gott salat með.

2 comments:

  1. Ég er nýbúin að finna síðuna þína og finnst hún flott!! Ég á pottþétt eftir að prófa eitthvað af þessum uppskriftum. Mér finnst þessi mjög girnileg. Ég hef verið ansi lengi að koma mér í að prófa grasker. Ég hef aldrei bragðað það sem kannski skýrir hversu langan tíma það tekur að koma mér í að prófa. Notar þú butternut squash í þessa uppskrift??
    Kv.
    Ragnheiður

    ReplyDelete
  2. Sæl Ragnheiður, gaman að heyra. Þetta er einmitt Butternut squash sem ég notaði

    ReplyDelete