Sunday, February 7, 2010

Lífræni osturinn frá Skaftholti við Heklurætur er nýjasta sælkerauppgvötunin. Hann er algjört nammi þessi ostur. Hann fæst í Brauðhúsinu í Grímsbæ. Osturinn fékkst ekki síðasta föstudag, greinilega margir búnir að uppgvöta hvað hann er frábær. Ég verð alltaf svolítið glöð þegar gæðavara selst upp, eins og bara þegar uppáhaldssúkkulaðið mitt Green & Black með möndlum klárast. Það segir mér að fleiri en ég hafa fallið fyrir því og kaupa það þó það sé rándýrt. Fleiri sælkerar á sveimi.

Það fæst ýmislegt annað gott í Brauðhúsinu eins og þetta hrökkbrauð sem er bakað úr lífrænt ræktuðu steinmöluðu rúgkorni. Kökurnar eru risastórar, pakkinn kostar um 750 kr. Hrökkbrauð er búið að slá í gegn á heimilinu, það þarf oft ekki mikið til að gleðja sælkerahjartað.

No comments:

Post a Comment