Thursday, January 12, 2012

Súkkulaðimús.

Þessa súkkulaðimús hef ég gert fyrir familíuna mína á jólum frá því ég var unglingsstelpa. Hún heppnaðist nú misjafnlega fyrstu árin og var það aðallega af því að ég var klaufi að bræða súkkulaðið. Það þarf að passa að súkkulaðið sé ekki of heitt og bræða það í vatnsbaði á mjög lágum hita, það getur tekið allt að 15 mín. Ef það er of heitt klebrast það þegar eggjarauður fara út í og blandan verður eins og sement. Ef þetta er passað er þetta einföld og fljótleg súkkulaðimús og mjög góð.


Súkkulaðimús
fyrir 4-6

300 g gott súkkulaði
3 egg
1 peli rjómi, léttþeyttur

Bræðið súkkulaðið við vægan hita í vatnsbaði ( best) eða í örbylgjuofninum. Passið vel upp á að það sé ekki of heitt. Skiljið eggin í sundur og stífþeytið eggjahvíturnar. Takið súkkulaðið af hitanum, bætið eggjarauðum út í og hrærið þeim saman við. Bætið eggjahvítum varlega saman við súkkulaðiblönduna, fyrst smávegis og svo öllu. Blandið þeytta rjómanum varlega út í og hellið í falleg glös. Þeytið meira af rjóma rétt áður en þið berið eftirréttinn fram og setjið á toppin .

No comments:

Post a Comment