Monday, March 29, 2010

Súkkulaði-Súkkulaði

Svo það sé alveg á hreinu á þessi heimalagaða súkkulaðisósa nær ekkert sameiginlegt með þeirri sem fæst keypt í sprautuflöskum út í búð. Hún verður samt jafn góð og gæðin á súkkulaðinu sem þið setjið í hana, svo notið eins gott súkkulaði og þið hafið efni á. Sumt er alveg þess virði að borga vel fyrir, við erum að tala um SÚKKULAÐI !!!!!!!!!!!!

Heit súkkulaðisósa

150 g súkkulaði, suðusúkkulaði eða 70%
2 dl matreiðslurjómi, rjómabland eða mjólk
2-4 msk. síróp, venjulegt eða hlynsíróp
30 g smjör

Setjið allt í pott og hitið vel saman. Magnið af sírópi fer eftir því hversu hreint súkkulaði þið notið. Það þarf meira síróp í dökka súkkulaðið. Smakkið samt til, súkkulaði er misjafnt. Sósan geymist í viku í kæliskáp.

No comments:

Post a Comment