Thursday, April 1, 2010

Kjúklingur á páskum
Það er endalaust hægt að gera góða rétti úr kjúklingabringum. Þessi réttur varð til þegar fullt var til af estragon í ísskápnum og var búin að gera alla uppáhaldsréttina úr þessu frábæra og sérstaka kryddi. Ofan á í staðin fyrir paprikurnar má setja hálfsólþurrkaða tómata frá Sacla, þegar þeir fást eða gott kryddmauk eins og klettakáls, basil eða kóríanderpestó. Eða bara kíkja í búrið eða ísskápinn og láta ímyndunaraflið leiða sig áfram...........


Estragonkjúklingur
fyrir 4

3-4 kjúklingabringur
2 msk. olía
1-2 msk. estragon eða 1-2 tsk. þurrkað
50-80 g smjör
salt og nýmalaður pipar

1/2 krukka paprikur í olíu, sigtað
50 g parmaostur
1-2 msk. ferskt estragon eða 1-2 tsk. þurrkað


Hitið ofninn í 200°C. Leggið lófann ofan á kjúklingabringurnar og skerið þær í tvo hluta. Leggið hverja kjötsneið á plast, leggið annað plast yfir og fletjið bringuna aðeins út með kefli eða flösku svo hún verði stærri um sig og flatari. Steikið kjötið á báðum hliðum í olíunni og leggið í ofnfast fat. Leysið djúsið upp á pönnunni með því að bræða smjör og setja estragon út í, hellið þessu í fatið, hreinsið það sem eftir er á pönunni með 1/2 dl vatni og hellið líka í fatið. Saltið og piprið kjötið. Setjið ferskt estragon, papriku eða tómat ofan á. Rífið ostinn og stráið yfir. Bakið í ofni þar til ðsturinn er bráðinn. Berið fram með ofnsteiktu grænmeti eða fersku salati

No comments:

Post a Comment