Tuesday, April 27, 2010

Ferskt Kóríander

Ferskt kóríander er í miklu uppáhaldi. Það er eitt það besta ferska krydd sem ég get hugsað mér. Hnefafylli út á gott salat breytir salatinu í sælkerasalat. Þetta kóríander-pestó er gott út á bæði kjöt og fisk og er himneskt !!!! Það er best að kaupa ferskt kóríander í asíubúðunum, í Mai-Tai við Hlemm fá þær sendingu einu sinni í viku.

Kóríanderpestó

1 stórt búnt kóríander
1 aðeins minna búnt steinselja eða sleppa og nota bara risabúnt kóríander
50 g afhýddar möndlur
1 -2 hvítlauksrif
1/2 tsk maldonsalt
1 dl góð olía

Setjið allt nema olíu í matvinnsluvél og blandað vel saman. Hellið olíunni út í í mjórri bunu, látið vélina vinna á meðan og blandið sósunni vel saman. Þið getið líka hellt olíunni í 3 skvettum út í ef vélin er lokuð eins og litli blandarinn minn og skafið skálina að innan annars lagið svo allt blandist vel saman. Kælið í 1-4 klst. Geymist í um viku í ísskáp.

No comments:

Post a Comment