Thursday, December 30, 2010
Tuesday, December 28, 2010
Safaríki kalkúnninn hennar Nigellu
Monday, December 27, 2010
Vanillusósa
Tuesday, December 21, 2010
Panetone
Wednesday, December 15, 2010
Í uppáhalds fiskbúðinni minni, Hafberg í Gnoðavogi, fæst þessa dagana Keila á frábæru verði eða á 1490 kr. kíló, roðlaust og beinlaust. Keila er af þorskætt, er föst í sér, minnir á skötusel eða lúðu og er algjört sælgæti. Þetta er einn af mínum uppáhaldsréttum. Góður fiskur er að mínu mati betri en nokkur steik...............
Keila með linsubaunum
800 g keila, þverskorin í 3 cm þykka bita
2 msk. olía
1 msk. smjör
2 hvítlauksrif, sneidd
sjávarsalt og nýmalaður pipar
300 g brúnar linsubaunir
2-3 msk olía
2 skalotlaukar, saxaðir
2-3 hvítlauksrif, söxuð
3-4 sneiðar parmaskinka, önnur hráskinka eða góð pylsa, skorin í bita
sjávarsalt og nýmalaður pipar
2-3 msk. söxuð fersk steinselja
jómfrúarolía til að bera fram með
Sjóðið linsubaunurnar í 30 mín eða þar til þær eru mjúkar, hellið í sigti. Steikið skalotlauk og hvítlauk þar til hann er mjúkur. Bætið hráskinku út í og steikið aðeins áfram, bætið linsubaunum á pönnuna og hitið vel í gegn. Saltið og piprið og sáldrið steinselju yfir. Haldið heitu á meðan þið steikið fiskinn.
Bræðið smjörklípuna í olíu og steikið hvítlaukinn þar til hann er farinn að taka lit, veiðið hann upp úr og geymið. Steikið Keilubitana á báðum hliðum með skurðsárið niður eins og þið væruð með steik, 2-3 mín á hvorri hlið er passlegt en fer þó eftir þykkt stykkjana, saltið og piprin eftir smekk. Setjið hrauk af linsum á hvern disk eða á fat, raðið keilubitunum ofan á og setjið hvítlaukssneiðarnar ofan á fiskinn. Setjið svolítið af jómfrúarolíu í kring um linsurnar og sáldrið steinselju í kring.
Thursday, December 9, 2010
Í mínum huga er fátt jólalegra en mömmukökur. Kryddbragðið af þeim með smjörkreminu er bara yndislegt......Þær eru ekki það fljótlegasta að baka en fyllilega þess virði. Ef ég bakaði bara eina tegund af kökum fyrir jólin er þetta hún.
250 g síróp
125 g sykur
1 egg
500 g hveiti
2 tsk. matarsódi
1/2 - 1 tsk. engifer
1 tsk. kanell
Hitið síróp, smjör, og sykur saman í potti þar til allt er bráðið, kælið aðeins. Bætið eggi út í og blandið saman. Sigtið hveiti, matarsóda og krydd saman og bætið út í sykurblönduna. Hrærið saman í samfellt deig. Þetta má allt gera í pottinum. Kælið deigið í 30-60 mín. Hitið ofninn í 175°C eða 165 á blástur. Skiptið deiginu í 4 parta og fletjið einn part í einu út á hveitistráðu borði. Stingið út kringlóttar kökur og raðið á bökunarpappír á ofnplötu. Bakið kökurnar í 6-7 mín, kælið.
Krem:
200 g smjör
200 g flórsykur
1 eggjarauða
2-3 tsk. vanilludropar
Hrærið allt mjög vel saman eða þar til það er ljóst og loftkennt. Leggið kökurnar saman með kreminu. Geymið kökurnar í blikkboxi á svölum stað eða í kæli.
Wednesday, December 1, 2010
Hér er ein uppáhalds uppskrift að frábærri súpu. Krydduð og kjarnmikil og oft elduð hjá mér þessa dagana. Súpur eru yfirleitt ódýr matur, sérstaklega baunasúpur. Ég nota rautt kryddmauk sem ég kaupi til dæmis í Vietnam market á Suðurlandsbraut við hliðina á Nings, 500 kr dósin og dugar í marga mánuði.
Krydduð baunasúpa
fyrir 6
2 msk. olía + 1 msk smjör
2 laukar, saxaðir
2 hvítlauksrif, söxuð
2 gulrætur, saxaðar smátt
4 cm engiferrót, flysjuð og söxuð
1-2 msk. rautt eða grænt karrýmauk (kryddmauk))
150 g rauðar linsubaunir
12 dl vatn+ 1 kubbur grænmetiskraftur
1 dós tómatar eða 4 dl tómatdjús
2-3 dl létt-kókosmjólk
1 tsk. sjávarsalt og nýmalaður pipar
Steikið lauk, hvítlauk og gulrætur góða stund við í olíu og smjöri. Bætið engifer út í og steikið í 1-2 mín og síðan kryddmauki og steikið aðeins saman. Maukið tómata ásamt safanum í dósinni og bætið þeim út í ásamt öllu öðru nema kókosmjólk. Látið þetta malla í 30 mín. Bætið kókosmjólk og salti út í , og smakkið til með pipar. Sjóðið saman í 5 mín. í viðbót. Súpan er sterk og gott að setja slettu af sýrðum rjóma ofan á og/eða ef þið viljið saxaðan vorlauk eða steinselju.