Wednesday, December 1, 2010

Sjóðheit og krydduð í kuldanum.

Hér er ein uppáhalds uppskrift að frábærri súpu. Krydduð og kjarnmikil og oft elduð hjá mér þessa dagana. Súpur eru yfirleitt ódýr matur, sérstaklega baunasúpur. Ég nota rautt kryddmauk sem ég kaupi til dæmis í Vietnam market á Suðurlandsbraut við hliðina á Nings, 500 kr dósin og dugar í marga mánuði.

Krydduð baunasúpa
fyrir 6

2 msk. olía + 1 msk smjör
2 laukar, saxaðir
2 hvítlauksrif, söxuð
2 gulrætur, saxaðar smátt
4 cm engiferrót, flysjuð og söxuð
1-2 msk. rautt eða grænt karrýmauk (kryddmauk))
150 g rauðar linsubaunir
12 dl vatn+ 1 kubbur grænmetiskraftur
1 dós tómatar eða 4 dl tómatdjús

2-3 dl létt-kókosmjólk

1 tsk. sjávarsalt og nýmalaður pipar

Steikið lauk, hvítlauk og gulrætur góða stund við í olíu og smjöri. Bætið engifer út í og steikið í 1-2 mín og síðan kryddmauki og steikið aðeins saman. Maukið tómata ásamt safanum í dósinni og bætið þeim út í ásamt öllu öðru nema kókosmjólk. Látið þetta malla í 30 mín. Bætið kókosmjólk og salti út í , og smakkið til með pipar. Sjóðið saman í 5 mín. í viðbót. Súpan er sterk og gott að setja slettu af sýrðum rjóma ofan á og/eða ef þið viljið saxaðan vorlauk eða steinselju.

No comments:

Post a Comment