Þessi jólalega kaka er seld um alla Evrópu í nóvember og desember. Hún á rætur sínar að rekja til Ítalíu og er kennd við bakara sem heitir Toni. Það er lítið mál að baka hana sjálfur, hún verður kannski ekki eins há og sú keypta en mjög bragðgóð ......eins og allt heimabakað.
Panetone
2 1/2 dl volg mjólk
2 tsk. þurrger
400 g hveiti
1/2 tsk. salt
2 eggjrauður
---
2 eggjarauður
70 g sykur
150 g smjör, mjúkt
100 g sultaður appelsínubörkur
100 g rúsínur, gjarnan bæði ljósar og dökkar venjulegar
---
30-40 g smjör, brætt
Setjið mjólk og þurrger í skál og hrærið saman. Bætið hveiti, salti og eggjarauðum út í og hrærið saman í samfellt deig. Látið plastfilmu yfir skálina og látið hefast á hlýjum stað í klukkustund eða í ísskáp yfir nótt.
Setjið bökunarpappír inn á hliðarnar á 20-22 cm smelluformi eins og sýnt er á myndinni. Það er gott að brjóta hann í tvennt og klippa hann til, fínt að nota klemmu til að halda honum í hring.
Hrærið eggjarauður, sykur, smjör, börk og rúsínur saman við deigið. Hnoðið aðeins hveiti saman við svo úr verði samfellt brauðdeig, það verður samt alltaf svolítið klístrað út af smjörinu. Setjið deigið í formið og látið hefast aftur á hlýjum stað í klukkutíma.
Hitið ofninn í 200°C eða 180 á blástur. Bakið brauðið neðst í ofni í 20 mín. lækkið þá ofninn í 180°C eða 160°C á blæstrinum. Bakið áfram í 30 mín. Penslið brauðið með smjöri um leið og þið takið það úr ofninum. Geymist í ísskáp í 2 vikur og má frysta.
No comments:
Post a Comment