Thursday, December 9, 2010

Mömmukökur - besta jólabragð í heimi.

Í mínum huga er fátt jólalegra en mömmukökur. Kryddbragðið af þeim með smjörkreminu er bara yndislegt......Þær eru ekki það fljótlegasta að baka en fyllilega þess virði. Ef ég bakaði bara eina tegund af kökum fyrir jólin er þetta hún.

Mömmukökur

250 g síróp
125 g sykur
1 egg
500 g hveiti
2 tsk. matarsódi
1/2 - 1 tsk. engifer
1 tsk. kanell

Hitið síróp, smjör, og sykur saman í potti þar til allt er bráðið, kælið aðeins. Bætið eggi út í og blandið saman. Sigtið hveiti, matarsóda og krydd saman og bætið út í sykurblönduna. Hrærið saman í samfellt deig. Þetta má allt gera í pottinum. Kælið deigið í 30-60 mín. Hitið ofninn í 175°C eða 165 á blástur. Skiptið deiginu í 4 parta og fletjið einn part í einu út á hveitistráðu borði. Stingið út kringlóttar kökur og raðið á bökunarpappír á ofnplötu. Bakið kökurnar í 6-7 mín, kælið.

Krem:
200 g smjör
200 g flórsykur
1 eggjarauða
2-3 tsk. vanilludropar

Hrærið allt mjög vel saman eða þar til það er ljóst og loftkennt. Leggið kökurnar saman með kreminu. Geymið kökurnar í blikkboxi á svölum stað eða í kæli.

1 comment:

  1. They look delicious! I'll try to bake them as soon as possible.
    Bless,

    Marcela

    ReplyDelete